top of page

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Laugardaginn 22. nóvember 2025 komu félagar í FÁT saman til að skoða sýninguna „Augliti til auglitis“ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar að Laugarnestanga 70, Reykjavík. Um þessar mundir stendur yfir sýning á nokkrum þeirra fjölmörgu portretta sem Sigurjón gerði á langri og farsælli starfsævi sinni. Sigurjón Ólafsson var án efa einn fremsti og næmnasti portrettlistamaður sem Íslendingar hafa átt, og vann hann jafnhliða að abstrakt- og raunsæisverkum.

Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns, tók vel á móti okkur og sagði frá sögu safnsins og verkum listamannsins. Það var einstaklega fróðlegt og upplýsandi að fá að kynnast safninu og portrettverkum sýningarinnar beint frá Birgittu, sem þekkir verk og anda eiginmannsins af einstökum skilningi. Hún miðlaði einnig skemmtilegum sögum og atvikum tengdum listsköpun Sigurjóns, sem gerði heimsóknina bæði fræðandi og ánægjulega.

Að lokinni skoðunarferð nutu félagar kaffi og meðlætis í kaffistofu safnsins ásamt Birgittu sem hélt áfram að fræða okkur um safnið. Kaffistofan er ekki síður einstök fyrir mikið og fallegt útsýni  yfir náttúruna í kring og þar vorum við jafnframt stödd í sjálfri vinnustofu listamannsins.

Birgitta er skarpskyggn, áræðin og afar fróð, auk þess sem hún hefur víðtæka menntun í listum og sögu. Hún stundaði nám í höggmyndalist við Listaskólann í Kaupmannahöfn hjá E. Utzon-Frank og Johannes C. Bjerg. Auk þess lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og er með BA-próf í dönsku og íslensku frá Háskóla Íslands. Þá nam hún einnig listasögu bæði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1985–86.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar varðveitir höggmyndir og teikningar eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, auk ýmissa heimilda um listamanninn sjálfan. Safnið gegnir jafnframt lykilhlutverki sem miðstöð rannsókna á list hans. Það var stofnað árið 1984 af Birgittu Spur, ekkju listamannsins, og var rekið sem sjálfseignarstofnun til ársins 2012, þegar það var afhent Íslenska ríkinu og varð hluti af Listasafni Íslands. Frá 1. desember 2021 hefur safnið verið rekið af rekstrarfélaginu Grímu ehf., undir stjórn aðstandenda Sigurjóns Ólafssonar.

Það er óhætt að mæla með heimsókn í Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Sýningin er einstök í alla staði og safnið sannkölluð menningarperla.   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.

IMG_8745.jpeg
IMG_8745.jpeg
IMG_8745.jpeg

Haustferðalag FÁT 2025

Haustferðalag FÁT, 25.11.2025.

Laugardaginn 25.október fórum við í skemmtilega dagsferð vestur á land.  Ókum út úr bænum (Reykjavík) í 30 manna rútu kl. 11:00 og fyrsta stopp hjá okkur var Landnámssetrið í Borgarnesi sem óhætt er að mæla með.  Fengum okkur hádegisverð og skoðuðum síðan sýningarnar um Landnám og Egils sögu Skallagríms. Mjög áhugaverðar sýningar sem vel má mæla með, það má segja að þetta sé falin fjársjóður sem engin má missa af.  Ókum síðan vestur í Stykkishólm og mættum inn á Fuglasýninguna "Góðir hálsar" hjá henni Ingibjörgu Ágústsdóttur. Sýningin er opin frá 25. október - 2. nóvember og mælum við með henni  fyrir alla áhugasama um útskurð að gera sér ferð í Hólminn og líta við inn á þessa stórglæsilegu sýningu sem er Ingibjörgu til mikilla sóma ásamt glæsilegri aðstöðu. Við hjá FÁT þökkum henni Ingibjörgu sérstaklega fyrir góðar móttökur og ánægjulegt samtal um okkar sameiginlega áhugamál.

D5-2.jpg
D5-2.jpg
D5-2.jpg
D5-2.jpg

Vorsýning 2025

Vorsýning FÁT var haldinn 26- 27. apríl 2025, í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins Nethyl 2e,

110 Reykjavík.

 

Sjá myndir hérna fyrir neðan.        
   

Vorsýning 2024

Vorferð 2024

Heimsókn í Forsæti og Grund 

Félagar í F.Á.T. heimsóttu Ólaf í Forsæti fyrir austan í Flóahreppi og áttu ánægjulegan dag.  Sigga á Grund heimsótti okkur og bauð okkur í heimsókn til sín inn í Grund eftir heimsókn okkar inn í Forsæti.  Það eru forréttindi að fá að kynnast þeim tveimur.  Mikil listsköpun.  Allir sáttir eftir góðan dag.

Haustferð 2023

Heimsókn í Ásmundarsafn

Mentor 
Ásmundur Sveinsson
Carl Milles
2023

Félagar í FÁT áttu, ánægjulegan og fallegan dag, 18.nóvember, í Ásmundarsafni í Sigtúni. Sigurður Trausti Traustason, Deildarstjóri safneininga og rannsókna tók á móti félagsmönnum kl.10:00 og fengum við mikla og góða leiðsögn um safnið.  Sigurður Trausti gerði mikil og góð skil á verkum og lífi þessara tveggja samtímamanna í höggmyndlist. Sýningin er sett saman af því tilefni að núna í ár eru 40 ár síðan Ásmundarsafnið var opnað.  Í tilefni þeirra tímamóta er litið til baka og skoðun á verkum Ásmundar Sveinssonar í samtali við verk hans helsta lærimeistara Herra Carls Milles, eru gerð góð skil.   Það var hreint stórfenglegt að fá að njóta leiðsagnar Sigurðar Trausta sem bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu á verkum og lífi listamannana, og virða fyrir sér þessi stórkostlegu listaverk.  (Hjörtur) 

DSC_8521.jpg

Vorsýning 2022

Vorsýning félagsins var haldin um miðjan maí 2022. Mikill fjöldi manns heimsótti sýninguna og sýndi mikinn áhuga á verkum félagsmanna.  Sýnendur voru 13  samtals.  Eftirfarandi eru nokkur verk frá sýningunni.

Sýningar: The Story

Vorsýning 2022

DSC_8464.jpg
DSC_8540.jpg
DSC_8513.jpg
DSC_8466.jpg
DSC_8532.jpg
DSC_8500.jpg
DSC_8504.jpg
DSC_8534.jpg
DSC_8531.jpg
DSC_8539.jpg
DSC_8529.jpg
DSC_8526.jpg
DSC_8506.jpg
DSC_8519.jpg
DSC_8473.jpg
DSC_8507.jpg
DSC_8503.jpg
DSC_8518.jpg
DSC_8530.jpg
DSC_8533.jpg
DSC_8514.jpg
DSC_8487.jpg
DSC_8512.jpg
DSC_8557.jpg
Sýningar: Welcome
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2022 by Félag áhugamanna um Tréskurð. Proudly created with Wix.com

bottom of page